Tíminn líður hratt!
Guðjón Ísak verður 3. mán eftir viku og fór í 3. mán skoðun í gær. Hann er orðinn 64 cm og 6150 g.
Teygist svo sannarlega á honum enda hlýtur hann að vera í vaxtarkipp núna þar sem hann vill drekka á 2ja tíma fresti á nóttinni - ég sem var orðin vön 6-7 klst. svefni í einum dúr, :-(
Hann fékk einnig 3.mán sprautuna, Pentavac, í gær. Hann fékk ekki hita en var mjög pirraður og slappur í gærkvöldi. Allur hressari í morgun og við vorum m.a.s. lögð af stað labbandi á Barnaspítalann kl. 07.
Lá við að við yrðum strand heima þar sem við fengum nagla í eitt dekkið á barnavagninum í gær. Það ætti að fylgja með varadekk á barnavagnana, eitt svona mjótt og appelsínugult ;-)
1 ummæli:
Aldeilis duglegur að stækka !
Já ég kannast aaaaðeins við svona 2ja tíma svefn! Úfff það tekur á en það líður hjá ;)
Kv
Ágústa
Skrifa ummæli