mánudagur, 14. maí 2007

Blogg

Jæja þá erum við byrjuð að blogga í tilefni af flutningi til útlanda eða heim ef skoðað er frá sjónarhorni Christians.
Við munum flytja út þann 30. maí. Fáum gám heim hvítasunnuhelgina - AUGLÝSI HÉR MEÐ EFTIR PITSAGLÖÐUM OG BJÓRÞYRSTUM HJÁLPARHELLUM!!!
En til þess að fylla gáminn þurfum við að vera dugleg að pakka ...
það gengur ekki nógu vel en áætlunin er að taka okkur á þessa vikuna og vera mjög dugleg um næstu helgi.
Við erum s.s. að flytja til Mölndal sem er nágranna bæjarfélag Gautaborgar. Fáum húsið afhent þann 1. júní þannig að til að byrja með förum við til tengdó í Smálöndum.
Það verður keyrt mikið á milli til að byrja með.
Hér heima verður ekki mikið keyrt í bili en við erum búin að selja bílinn og Christian er duglegur að hlaupa heim úr vinnunni en tekur strætó á morgnana.

Sjálf er ég ekki sérlega dugleg að koma mér í form. Æfingarnar snúast aðallega um að halda á Guðjóni Ísaki og borða súkkulaði. Einstakir göngutúrar með vagninn. Sáum Risessuna í bænum á föstudaginn, mjög gaman. Hægt að sjá myndir af því í maí-albúminu.

Hrefna vinkona átti stelpu á föstudaginn og Addý vinkona á laugardaginn. Mjög gleðilegar fréttir! Aftur innilega tilhamingju!!!

Fórum í brúðkaup á laugardeginum til Daggar og Gríms. Það var mjög gaman - takk kærlega fyrir okkur og tilhamingju með hvort annað!

Við reynum að vera dugleg að segja fréttir af okkur og setja inn myndir af Guðjóni Ísaki og nýja heimilinu!

4 ummæli:

Arna B. sagði...

Glæsilegt. Gaman að fá að fylgjast með ykkur, sérstaklega þar sem þið eruð að flytja af landi brott.
Kv.
Arna

AnnaKatrin sagði...

gaman verður að fá að fylgjast með ykkur í sænskum ævintýrum.
ak

Hrefna sagði...

jamm sammála, þetta fer í bloggrúntinn minn

Agusta sagði...

komið í favorites ;)