laugardagur, 13. október 2007

Elgveiðar, mömmuklúbbur, góðir gestir, o.fl.


Hef fengið skammir yfir því að það vantar nýjar myndir og að langt sé liðið frá síðasta bloggi. Það er bara gott því þá veit maður að það sé fólk sem hefur áhuga á blogginu og hefur gaman af myndunum.
Ein ástæðan fyrir því að langt sé liðið frá síðasta bloggi er sú að við höfum haft nóg að gera.
Við Ísak erum loksins orðin þátttakendur í barnavagnamafíunni úr nýja hverfinu. Mæðgurnar hittast ásamt börnunum í 2 tíma 1-2 x í viku og borða hádegismat heima hjá hverri annarri. Mjög ánægjulegt að kynnast nágrönnunum og börnunum þeirra.
Í næsta nágrenni eru börn fædd '07 a.m.k 8 og þó nokkur fædd '06. Þannig að það má búast við miklu fjöri á næstu árum.
Fór til nágrannans í fatapartý um daginn, (þið vitið svona á la tupperware), Christian hvatti mig til að kaupa þannig að nágrannarnir myndu nú ekki halda að við værum nísk ... ég var ekki í neinum vandræðum með að versla enda flott barnaföt.
Áhugasamir geta skoðað þessa slóð.

Um síðustu helgi fórum við til tengdó enda var elgveiðitímabilið að hefjast. Christian fór í gallann og var kominn út fyrir sólarupprás á meðan við Ísak tókum það rólega og slöppuðum af í góða veðrinu. Það veiddist stórt elgsnaut og við Ísak fórum að skoða það. Hann stóð á hausnum og hélt sér í hornin, fannst það rosa gaman. Því miður gleymdum við myndavélinni.

Svo í vikunni var systir hans Christians og fjölskylda hennar í heimsókn í nokkra daga. Það var mjög ánægjulegt.

Svo hlökkum við til að fá mömmu í heimsókn á mánudaginn og svo pabba og Maju á fimmtudaginn og auðvitað Kristján á föstudaginn.

Nóg að gera

Auðvitað komnar nýjar myndir á netið ...

Knús, knús

3 ummæli:

Hrefna sagði...

Æðislegt að fá nýtt blogg Magga mín. Gott að heyra að þið hafið fengið inngöngu í mafíuna.

Nafnlaus sagði...

Hahaha eins gott að nágrannarnir haldi ekki að þið séuð nísk :o) Frábært að þið eruð komin í klúbbinn, það er svo gaman að hitta annað fólk og börn reglulega.
Ætla að kíkja á myndirnar.
xx Ágústa

Magga sagði...

Hæ, hæ!
Gaman að fá komment!
Gleymdi að skrá það að litli gaurinn sé byrjaður að skríða. Fer um á fullu og uppgötvar nýjan heim. Æstur í viðinn sem er í kamínunni og finnur alltaf kusk til að smakka...
Nú er ströng æfing að reyna kenna honum þýðingu orðsins "NEI!!!"