föstudagur, 19. desember 2008

Komin til Íslands!

Loksins er fjölskyldan komin til Íslands eftir Noroveirusýkingu (eða calici-eins og hún er kölluð í Svíþjóð).
Fékk verstu gubbupestina nóttina fyrir þriðjud. Sá fljótt að það gékk ekki að ferðast ein með Ísak í lest í 3 tíma og svo fljúga heim frá Köben, gubbandi og með niðurgang.
Komum í gær, þurfti að kaupa nýjan miða á 6600 kr sænskar!
En hvað gerir maður ekki fyrir að fá að vera heima um jólin!

Erum með símanr. 6930363, á meðan við erum á Íslandi!

2 ummæli:

Ólöf Viktorsdóttir sagði...

úfff, ekki hljómar þetta vel... hvernig gekk svo að ferðast?
Hafið það sem allra best um jólin heima á Íslandi. Sendi ykkur risa jólaknús :)
Ólöf

Arna B. sagði...

Hæ hæ.
Svaka gaman að sjá ykkur familíuna um daginn. Og takk fyrir frábæran mat eins og þín er von og vísa.
Vona að þið hafið það gott um jól og áramót.
xxx,
Arna