Úps, eyddi óvart fyrra bloggi. Það skiptir engu máli, það var hvort eð er þreytublogg og frústration út í Eimskip.
Nú er öll búslóðin (fyrir utan það sem hefur verið selt eða gefið) komin í gáminn og íbúðin öll skínandi hrein. Þökkum góðum og frábærum vinum kærlega fyrir hjálpina!
Í gærkvöldi fórum við svo í frábært matarboð hjá Steinunni, Árna og Nínu. Æðislegur matur og gott og kalt hvítvín, ;-)
Guðjón Ísak var eins og engill eins og venjulega. Hafði greinilega fengið koffínið sitt via brjóstamjólkina en hann var vakandi í rúma 7 klst. með u.þ.b. hálftíma powernap. Á leiðinni heim var hann það þreyttur að hann starði bara út í loftið en var svo aftur í rosa stuði þegar hann var kominn í náttfötin og átti að fara sofa!!!
Einnig komnar nýjar myndir á netið!
Bæ í bili - pönnukökurnar hennar mömmu bíða, nammi namm!!!
3 ummæli:
Gott að heyra að það gekk vel að flytja....mmm ég væri sko til í pönnsur núna.
Hann er ekkert smá sætur í sloppnum á baðmyndunum !
Vonandi gekk ferðalagið vel :)
xx
Algjör sætilíus!!! Hann er auk þess þægasta barn sem ég hef kynnst, sbr. matarboðið hjá Steinunni. Þvílíkir mannkostir sem hann hefur, drengurinn :)
Gekk ekki vel að flytja? Hlakka til að heyra hvernig ferðalagið gekk.
Ég fer á morgun....
Skrifa ummæli