Jæja, nú erum við flutt!
Fékk létt sjokk þegar við komum úr vélinni á Landvetter og hugsaði hvað er ég nú búin að gera. Ljóshærðir táningastrákar með hálfsítt hár bakvið eyrun og í kvartsbuxum - vakti upp ýmsar minningar. Það var alla vega hlýtt og við öll 3 of mikið klædd. Það gékk vel að koma öllu dótinu upp í leigubíl og sækja bílinn á bílasölunni.
Bíllinn kom skemmtilega á óvart - betri bíll en sá sem við vorum með, fyrir minni pening.
Fengum aðeins að kíkja á húsið og vorum ánægð en mikil vinna bíður okkar.
Erum svo búin að vera í afslöppun hjá tengdó um helgina fyrir utan bílferð aftur til Gautaborgar s.l. föstudag er við fengum húsið afhent. Guðjón Ísak var reyndar með hita og kvef í 2 daga og við verið kvefuð.
Fórum svo aftur til Gautaborgar í gær, komum við hjá ömmu hans Christians og nú er frystirinn fullur af kökum, sænskum snúðum og sænskum kjötbollum!!!
Allur dagurinn í gærfór svo í ferð til Ikea og Elko og grill verslað fyrir sumarið ásamt öðrum nauðsynjum.
Í nótt sváfum við svo fyrstu nóttina í húsinu. Þó sofið var á dýnu á gólfinu var svefninn frábær og okkur líst mjög vel á veruna hér.
Christian er nú að mála stofuna, (auðvitað lítur liturinn annar út á veggnum en á prufunni, ljósgrár-hvítur orðinn babyblár!!!)
Ég á hins vegar að vera undirbúa mig fyrir viðtal á spítalanum en það er kl. 16 á sænskum tíma - spennandi.
Við keyrum á eftir til systur hans Christians um 3 klst. ferðalag og svo verður lagt af stað í frí til Gotlands á fimmtudaginn.
Það voru að koma nýjar myndir inn á myndasíðuna en von er á fleirum.
Bkv.
Magga
6 ummæli:
Gott að heyra að allt gengur vel.
Ykkar var saknað í mömmuklúbbnum í gær.
Gangi þér vel í viðtalinu
kv
Kolla og Davíð Helgi
Hæ. Leitt að sjá ykkur ekki í afmælinu. Það verður stuð í Sverige.
(Pétur Skrifaði þetta hér á undan).
Gaman að heyra frá ykkur! Hljómar allt mjög vel :)
Hlakka til að heyra hvernig gekk í viðtalinu!
Gaman að heyra frá ykkur.
Vona að viðtalið hafi gengið vel.
ak
Gaman að heyra frá ykkur, ég vona að það hafi gengið vel í viðtalinu. Knús
Skrifa ummæli