Í dag er Guðjón Ísak 4. mánaða.
Hann hélt upp á það með því að kúka gegnum bleiu, föt og hoppurólu - 2 x!!!
Ekki bættist ástandið við það að ekkert rennandi vatn sé í húsinu vegna vatnsleka í bílskúrnum og að pípari tekur 20 þús. ísk. á klst. fyrir útkall.
Þrátt fyrir skítastand virðist Guðjón Ísak mjög sáttur. Brosti sínu breiðasta til félagans í speglinum þegar mamman var að reyna taka niður veggfasta skiptiborðið með einni hendi og hélt á skítabossanum með hinni auk þess að reyna takmarka dreifingu á bleiuinnihaldi.
Hann kann svo sannarlega að hlæja - uppáhald er purr á mallann. Finnst enn skemmtilegast að standa en finnst aukið sport að sitja stuttar stundir við matarborðið í stólnum sínum. Hoppirólan sem hann fékk frá Grétu frænku og fjölsk. kemur líka sterk inn þessa dagana.
Því miður sefur hann ekki lengur 6-8 klst. í einu heldur vill fá sér sopa á 2 klst. fresti á nóttinni. Foreldrarnir þurfa að taka á þeim málum - bráðlega, hef ekki gefist orka til þess eins og er. Vonandi er þetta tímabundið í sambandi við flutningana og öryggisleysi í kjölfar þeirra.
Kominn ístími - "glassbåt" - nostalgíunnar vegna!
Kv.
Magga
3 ummæli:
Til hamingju með drenginn... rosalega er tíminn fljótur að líða
Kveðja Dögg
Litlan okkar er farin að brosa núna... manni verður bara hlýtt inn að hjartarótum við þessi tannlausu bros. Get ekki beðið eftir hlátrinum.... Hlusta bara á hláturskríkina í sætu mömmuklúbbsgæjunum þangað til. Við þyrftum eiginlega að halda svona web-cam mömmuklúbba þar sem við gætum séð og heyrt í þér og Ísak litla. Knús til ykkar Gautborgara
Addý og co.
Líst vel á það.
Er alls ekki nógu dugleg að nýta mér tæknina.
Við tvö komum heim fyrstu vikuna í september og það væri gaman að hittast þá - hlakka til að knúsa litluna þína.
Kv.
Magga
Skrifa ummæli