föstudagur, 22. júní 2007

Midsommar og rigning

Hæ hæ!
Nokkrar nýjar myndir komnar á netið.
Við höfum ekki gefið okkur mikinn tíma til að taka myndir enda höfum við mest verið að dúlla okkur í húsinu. Christian er byrjaður að rífa út gamla saunu úr bílskúrnum og er hugmyndin að koma upp góðri vinnuaðstöðu í bílskúrnum auk þess sem bíllinn á að fá pláss.
Ég hef verið að dúlla mér við að innrétta litla húsið og er nú komin góð svefnaðstaða fyrir a.m.k. 3.
Fann flísar fyrir þvottahúsið á Bauhaus um daginn, 500ísk./ferm. á vegginn og 700 ísk/ferm. á gólfið, líklega vel sloppið.
Förum svo í fimmtugsafmæli hjá tengdapabba á sunnudaginn.
Nóg að gera.

Engin ummæli: