Verð að sitja inn eina uppskrift á bloggið. Prófaði þetta um daginn með fiskispjótum og það var algjört æði. Það litla sem varð eftir notaði ég með indverskum kjúklingi nokkrum dögum seinna og þó að ætlunin sé að hafa þetta með fiski held ég að það lífgi upp á flesta rétti.
1 dl fínhökkuð mynta ásamt 1/2 dl kóríander (líka hakkað smátt) blandað í skál með 1 msk fínhakkað engifer og 1 fínhakkaður grænn chili. Svo er bætt út í skálina 1 dl fínskorinn kókos, helst ferskur en ef maður notar þurrkaðar kókosflögur (líka 1 dl) er best að leggja þá í bleyti í 1-2 klst. áður.
Að lokum er bætt út í skálina 4 msk pressaður limesafi ásamt 2 tsk af sykri.
Allt hrært vel saman og bætt salti við eftir smekk.
Mæli með að gera 2x skammt, ;-)
Þessu er svo borið fram sem meðlæti en einnig hægt að dreifa yfir fisk sem er pakkaður í álpappír og svo bakaður í ofni.
11 ummæli:
Líst mér nú vel á þetta!
Ætla að prófa í næstu viku. Kaupiru bara kókoshnetu og skafar inn úr henni? Ef svo, hvernig opnaru hana?
ég keypti bara bita úr kókoshnetu, uþb. 1/4, og þá var búið að opna hana fyrir mig...
Ohh allt svo perfect í Svíþjóð. Hér í DK þarf að gera allt sjálfur, he he
Hér á Íslandi fæst nú einu sinni ekki kókoshneta ! Allavega ekki mér vitanlega.
Ætla líka að prófa þetta, hljómar rosalega vel!
Magga, á hvaða vefsíðu pöntuðuð þið sófann ykkar sem var á Hagamelnum?
Við Matti erum að leita okkur að sófa á nýja heimilið...
Hlakka til að sjá ykkur í sept, þá ætlum við að bjóða ykkur í mat ef þið hafið lausa kvöldstund.
Hrefna komið þið eitthvað heim í sept ?
xx
við keyptum sófann okkar sem var á Hjarðarhaga í Exo í Skeifunni.
Ertu ekki að hugsa um tungusófann?
Hahaha já auðvitað Hjarðarhaga :) Ein rugluð :)
Jú, mér fannst endilega eins og þið hefðuð pantað hann frá Svíþjóð... en ok, Exo, kíki þangað :)
Hæ, a ekki von a ad koma neitt heim i sept en aldrei segja aldrei!!
Er að byrja á þessari sósu núna.... fann reyndar ekki ferskan kókos en þurrkaður er kominn í hús ásamt öllu öðru.
Sósan reddí og jesús hvað hún er góð. Fólk getur bara verið ánægt ef það verður eitthvað eftir þegar það kemur matur því ég er alltaf að smakka aðeins meira, he he
skil þig vel, þess vegna mælti ég með að gera 2x skammt, ;-9
Hæ Magga mín!
Gaman að kíkja á myndirnar af ykkur - fínt nýja húsið og útsýnið!! Hlakka nú til að koma í heimsókn e-n tíman. Flytjum líklega til Stokkhólms í ágúst, þ.e.a.s. við Kolbrún, Óskar búinn að vera þar frá miðjum júní, enn margt svolítíð óljóst en það kemur.
Já og til hamingju með daginn um daginn, vona að þú hafir notið hans! (sé þú ert afar myndarleg í eldhúsinu - ert kannski að reyna að keppa við konung matgæðinganna??)
kv Imba.
(www.barnaland.is/barn/15419)
Skrifa ummæli