Jæja þá er maður orðinn þrítugur!
Hrukkur og appelsínuhúð komin til að vera.
Hafði annars góðan afmælisdag, fjölskyldan hans Christians var hjá okkur og hjálpaði til í garðinum.
Var m.a.s vakin um morgunin með söng og gjafir.
Þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar - þær eru mér mikils virði, ;-)
Við erum byrjuð að gefa GÍJ smá mat. Það gengur misjafnlega og það liggur við að við þurfum að flýja hús þegar hann leysir vind...
Í dag var sól og 26°C. Christian tók sundsprett áðan, vatnið var 23°C.
Vonandi er Maja siss einnig með gott veður, en við keyrðum hana til Gränna í gær. Kemur aftur til okkar eftir rúmlega 2 vikur.
Fullt, fullt af nýjum myndum á myndasíðunni!!!
6 ummæli:
til hamingju með afmælið Magga. Það er alveg nauðsynlegt að eiga góða kaffivél, ég elska mína, jafnvel þó hún sé lítil og skrítin. Kaffið er bara svo gott úr henni.
Við vorum að koma frá Spáni, við skelltum okkur í smá brúðkaupsferð. Rosalega gott veður og gaman.
Kv Dögg
Mmmmmm girnilega kaka !!
Ohhh hvað ég er strax farin að sakna saumaklúbbanna hjá þér með öllum kræsingunum !
Við verðum greinilega að fjölmenna á saumó í Svíþjóð reglulega í vetur og næstu misseri ;)
xx
Síðbúin afmæliskveðja til þín Magga mín, vona að þú hafir haft það gott á afmælisdaginn. Söknuðum ykkar í mömmuklúbbi í dag.
kærar kveðjur,
Berglind
Hæ! Rosalega er hann Guðjón Ísak mikill sætilíus. Gaman ad sjá allar þessar myndir! Mikið er líka fallegt þarna í kring hjá ykkur - ég þarf að kíkja í heimsókn sem fyrst, það er sko alveg á hreinu.
Bestu kv.
Ólöf
Hmmm, brúðkaupsferð á Spáni hljómar mjög vel...
Saumó hjá mér í Svíþjóð hvenær sem er, lofa fullt af kökum og kræsingum.
Söknum mömmuklúbbana mikið á þessum bæ...sérstaklega mamman sem oft þarf á góð ráð að halda.
Ólöf þú veist að þú ert velkomin hvenær sem er. Ég bíð einnig spennt eftir að geta komist í heimsókn til þín... þegar brjóstagjöf og peningar leyfa kem ég fljúgandi...
Sumar og sól og tertur með berjum.... maður dettur í mikla nostalgíu við að skoða þetta.
Mmm það væri nú ekki amalegt að taka bekkjarsystraferð til þín einhvern tíma, sænskt rauðvínskvöld!!
kær kveðja
Addý
Skrifa ummæli