Loksins er sólin farin að sýna sig aftur en hitinn reyndar bara kringum 20-22°C. Í gær kom vinafólk í heimsókn og við grilluðum svínalundir og drukkum rauðvín úti í garði. Mjög huggó. Guðjón Ísak var til fyrirmyndar, glaður og sáttur við lífið og tilveruna eins og vanalega.
Í gærkvöldi þegar Ísak var kominn í náttfötin (kominn svefntími) bjuggum við um hann í vagninum og löbbuðum meðfram vatninu að pizzeríu og fengum okkur ítalska ístertu í eftirrétt.
Yndislegt að geta labbað um í stutterma að kvöldi til.
Christian heldur áfram að keyra fram og tilbaka í byggingaverslanir, er þessa stundina í Bauhaus. Stefnum að því að setja upp veggi og klára mála bílskúrinn áður en vinafólk frá Íslandi og Ítalíu kemur í lok vikunnar. Svo er planið að fara ásamt þeim til Marstrand um næstu helgi, það vill skemmtilega til að þá er siglingarkeppni í gangi.
Ég fann snuð um daginn og ákvað að gera aðra tilraun til snuðnotkunar hjá drengnum. Hann saug snuðið í smá stund svo flaug það þvert yfir herbergið og puttarnir komu fljótt í staðinn.
Hann er snöggur að fara yfir á magann. Ég næ ekki að henda bleiunni áður en hann sýnir bossann þegar verið er að skipta á honum.
Það eru komnar fleiri myndir frá júnímánuði á heimasíðunni auk þess sem nokkur vídeó eru í sérmöppu.
Í kvöld er sjónvarpsþáttur "Barnsjukhuset" þar sem er sýnt frá börnum og foreldrum þeirra á barnaspítalanum í Stokkhólmi og í Gautaborg.
Ætli það þýði ekki að maður þurfi að mála sig fyrir vaktir?!?!? Úfff
Svo er mjög gaman að lesa bloggið hennar Ólafar og fá nasaþef af stemningunni á spítalanum í Boston - nauðsynlegt þegar maður er í foreldraorlofi og eins langt frá spítalastemningunni og hægt er.
2 ummæli:
Hae hae
hér i alpalandinu rignir eins og hellt vaeri úr fötu. Thad er betra vedur og hlýrra heima á skerinu... ótrúlegt. Var ad skoda nyjustu myndirnar, mikid svakalega hefur Jr. staekkad. thú ert greinilega med Túrbómjólk, verdur gaman ad sjá ykkur öll og nýja húsid núna í ágúst.
heyrumst
Kristján
Einmitt...skerið er að gera gríðarlega góða hluti þessa dagana. Maður er bara búinn að sólbrenna svakalega og það er Austurvallarstemning á hverjum degi. Erum greinilega báðar í því að fylgjast með spítalastemningunni í gegnum Ólöfu (sem mér finnst nú EKKI slæmt, mjög hressandi að vera í fríi!).
Skrifa ummæli