Við Christian erum orðin shopoholic - eða ég, svo tekst mér einhvern vegin að fá Christian til að samþykkja flest kaupin. Í gær keyptum við 2 sófa í stofuna, þeir voru reyndar á útsölu auk þess sem af einhverjum ástæðum fylgdi með 15"sjónvarp og lautaferðskarfa.
Eins og veðrið er núna í suðurhluta Svíþjóðar mun sjónvarpið koma að betri notkun en karfan.
Skil ekkert í því að Christian hafi kvartað undan íslenska sumarveðrinu!!!
Til að klára shopoholic-söguna svo beið DHL-bíll fyrir utan þegar við komum frá sófabúðinni, þeir komu með barstóla og nokkra smáhluti sem ég hafði keypt via internetið frá Ítalíu.
Þökk sé Evrópusambandinu þarf ekki að greiða neina tolla.
Það var mjög góð þjónusta, fékk stólana á innan við 5 daga (helgi á milli). Reyndar þegar ég ætlaði að fylla inn kreditkortauppl. var allt á ítölsku og ég skildi ekki mikið. Valdi því að borga með Clickandbuy, síðan var á ensku en svo þurfti ég að hringja símtal til að virkja reikninginn og gaurinn í símanum talaði bara þýsku!!!
Þetta leystist alla vega og stólarnir eru komnir á sinn stað og mín bara mjög ánægð með kaupin!
Næst á dagskrá er að kaupa sófaborð...
Það versta við að flytja í nýtt húsnæði (og stærra) er að það þarf (eða réttara sagt manni langar) að kaupa svo margt, ný húsgögn, grill, garðhúsgögn, hengirúm, ofl, ofl.
Við förum bráðum að sitja inn fyrir og eftir myndir af bílskúrnum ... spennandi. Verður svona innlit-útlit, fyrir-eftir, þema á myndasíðunni.
Fyrir þá sem hafa áhuga erum við loksins komin með heimasíma.
Símanr. er: +46-31-3154255
Gemsanr.: +46-702-911611
2 ummæli:
Til hamingju með að nýja heimilið er farið að taka á sig mynd. Þetta hljómar spennandi.
Vona að þið hafið það sem allra best.
ak
Hæ!
Það er svo gaman að vera shop-a-holic. Ég er alveg búin að vera í sömu stemmningu hérna megin við hafið. Verst að ég er aldrei heima til að taka á móti "free delivery" bílunum...
Ég er annars að fara á morgun með Völu, systur Hrefnu, í einhvern svaka fínan kokteil. Það er hefjast “A Taste of Iceland,” fimm daga íslenskt menningarhóf hér í Boston. Aldeilis ekki amalegt.
Annars er svo bara rigning hér í kvöld...
Skrifa ummæli