hæ hæ!
Nú erum við Guðjón Ísak komin til Íslands og verðum hér í 10 daga.
Þrátt fyrir nærri 3 tíma seinkun á fluginu gékk flugferðin rosalega vel. Minn maður sofnaði í flugstöðinni fyrir flugtak og svaf þangað til 30 mín voru eftir af flugferðinni. Mátulegur tími til að skipta á bleiu og fá sér að drekka í lendingu.
Tók vitlaust símakort með mér til landsins og er því með gamla símanr. hans Christians í notkun þessa daga á klakanum. Síminn er 693-0363.
Ciao
3 ummæli:
Hae hae
Hvernig er a Islandi? GI er greinilega fyrirmyndar ferdafelagi :)
B.kv. Olof
Það er fínt á Íslandi en sakna þín samt ...
Já, ef ég væri á Íslandi núna þá værum við á leiðinni að fá okkur gott kaffi einhvers staðar á Laugaveginum og taka síðan góðan göngutúr með Guðjón Ísak í kerrunni.... ekki spurning ;) Vonandi fljótlega samt, annað hvort í Gautaborg eða í Boston...
Skrifa ummæli