föstudagur, 14. september 2007

Islandsferð o.fl.

Lang síðan það var bloggað á þessari síðu.
Við mæðgin skruppum í 10 daga ferð heim til Íslands en Christian varð eftir þar sem hann byrjaði að vinna í september.
Það var mjög gott að koma heim og hitta fjölskyldu og vini. Við Ísak þökkum kærlega fyrir heimboðin, ;-)!!!
Hægt að sjá myndir frá Íslandsdvölinni hér.

Ísak er kominn með 2 tennur í efri góm, nú þegar tennurnar eru búnar að brjóta sig i gegn er hann loksins farinn að sofa betur á nóttinni.
Hann lærði sig ýmislegt nýtt á Íslandi því nú purrar hann alltaf þegar hann fær mat í munninn, foreldrum til lítillar gleði.
Auk myndir frá Íslandi eru komnar myndir frá göngutúr í lok ágúst og septemberalbúm.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá Íslandsmyndirnar en ekki síður skemmtilegt að sjá myndir úr hverfinu ykkar. Er ennþá svona gott veður hjá ykkur??
Hér er þriðja rigningarvikan í fullum gangi!!
Við fylgjumst áfram með daglegu bardúsi og Anna sendir stórt knús til fallega litla vinar síns
kveðja
Addý
p.s. gæti alveg hugsað með að taka kópíu af myndinni af Önnu í mömmuklúbb hjá Kollu. Þú veist þá af því ;)

AnnaKatrin sagði...

Það var svo gaman að hittast yfir kaffibolla og sérstaklega að hitta litla prinsinn sem hefur einmitt stækkað svo mikið.

Vona að haustið leggist vel í ykkur.
ak

Magga sagði...

Hæ, hæ!
Rosa gaman að fá comment!!!
Það var gott veður í gær reyndar kaldara en hefur verið. Vorum í skemmtigarðinum Liseberg ásamt vinafólki í gærkvöldi og Ísak tókst að gera stór sprengju auk þess sem hann ældi á flísjakkann.
Ég var í vandræðum með að passa upp á að honum yrði ekki kallt enda ekki endalausar birgðir af fötum til skiptana.
Þannig að haustið er greinilega komið en það leggst vel í okkur.
Hef alltaf líkað vel við haustið...

Knús
Magga

Arna B. sagði...

Hæhæ. Gaman að skoða myndirnar. Leiðinlegt að missa af ykkur í Íslandsheimsókninni í þetta sinn. Hittumst pottþétt næst.
Knús og kram,
Arna