laugardagur, 18. ágúst 2007

Moldarhaugur


Hæ, hæ!
Soldið síðan það var bloggað síðast enda nóg um að vera.
Kristján og Maja voru í heimsókn í viku og ferðuðust svo með bíl frá Gautaborg til Sviss s.l. laugardag. Öfundaði þau ekki, enda langar bílferðir ekki vinsælar á þessum bæ...
Við fórum sama dag til systur hans Christians í "krabba"veislu eða kräftskiva. Það var mjög gaman. Hægt að skoða myndir hér.
Við gistum eina nótt og á leiðinni heim komum við við hjá tengdó en tengdamamma átti afmæli. Gistum þar eina nótt og komum aftur til Gautaborgar úthvíld á mánudeginum.
Á þriðjudeginum mætti gröfunarkarl kl. 6.20 um morgunin. Það þurfti að gera leið inn í garðinn fyrir risabor sem boraði 2 göt í jörðina fyrir jarðhita á miðvikudeginum. Ætlunin var fyrst að hafa eitt gat 190m niður en þeir komust ekki lengra en 138 m og gerðu því 2 göt, hitt varð 80 m djúpt.
Þannig að garðurinn er nú einn moldarhaugur og rigningin s.l. daga hefur ekki bætt ástandið.

Kristján og Maja komu svo aftur til okkar í gærkvöldi. Mjög gaman að fá þau þó að þau stoppi stutt í þetta sinn. Kristján er að fara í brúðkaup í dag og Maja flýgur heim til Íslands á morgun.
Kristján nefndi það þegar hann var hér fyrir viku að kvennamálin gengu betur í Svíaríki en í Sviss enda ekki skrítið þegar aðaltískan hér á bæ eru bolir sem á standa "SINGEL".
Þessir bolir hljóta að gera veiðina, mun auðveldari.
Áhugasamir geta skoðað bolina hér og hér.

Nokkrar fleiri myndir eru komnar í ágústalbúmið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá..alltaf eru Svíarnir jafnpraktískir. Þetta myndi nú einfalda kvöldið fyrir marga hér á Íslandi. Hlýtur að berast til Íslands á næstunni;)
Maður þyrfti að eiga nokkra svona boli til að auðvelda samskipti. T.d. einn sem stæði á Grumpy fyrir þannig daga...þá gæti fólk bara forðast mann alveg.
Sjáumst fljótlega
Addý og Anna

Nafnlaus sagði...

Jahá..alltaf eru Svíarnir jafnpraktískir. Þetta myndi nú einfalda kvöldið fyrir marga hér á Íslandi. Hlýtur að berast til Íslands á næstunni;)
Maður þyrfti að eiga nokkra svona boli til að auðvelda samskipti. T.d. einn sem stæði á Grumpy fyrir þannig daga...þá gæti fólk bara forðast mann alveg.
Sjáumst fljótlega
Addý og Anna

Nafnlaus sagði...

Haha, já góð hugmynd Addý. Ég myndi vilja eignast svona grumpy bol.
Annars er alltaf gaman að kíkja á síðuna þína Magga og sjá hvað þið eruð að bralla :)

Nafnlaus sagði...

Hmmm.. Hún var nú ekki í "Singel" bol...

Annars er thad alveg rétt sem thú skrifar Magga mín

Kv.

Kristján

Agusta sagði...

Til hamingju með 6 mánaða afmælið Guðjón Ísak:)