Hello!
Við Ísak fórum í barnavagnabíó í gær. Við skildum reyndar barnavagninn eftir fyrir utan sjálfan salinn. Bíóið var fullt af litlum börnum og foreldrum í barnseignarfríi. Hljóðið var lækkað og smá birta var alltaf til staðar.
Það gékk mjög vel. Ísak var að leika sér á gólfinu ásamt 9 mán. stelpu. Fyrst var hann aðeins hræddur við hana, hún öskraði á hann og hann var óhuggandi fyrstu mínúturnar en svo fékk hann kjark til að leika við eldri stelpuna.
Síðustu mínúturnar af myndinni svaf hann reyndar í fanginu.
Fyrsta skiptið sem ég fer í bíó kl. 11 á daginn og fær bleiur og barnamat gefins en ábyggilega ekki það síðasta.
Ísak er að byrjaður að sýna ákveðið hvað hann vill borða og hvað ekki.
Í dag þurfti ég að halda sveskjumaukadollu fyrir neðan nefið á honum meðan ég laumaði matarskeiðinni upp í hann. Þá varð hann svo reiður að hann annaðhvort spýtti því út eða öskraði og til að geta haldið áfram að gefa honum matinn varð ég að gefa sveskjumauk í aðra hvora skeið.
Já - maður þarf að redda sér stundum!
Það eru komnar nýjar myndir á netið!
KK frá rigningunni!
5 ummæli:
Flott bio-mynd, eins og hann sé aleinn í bíó.
Flottur strákur!
Kv.
BKB
Akkúrat það sem ég ætlaði að skrifa - skemmtileg mynd :)
Ólöf
Allt er nú til í Svíaríki...
Sniðugur möguleiki annars.
kærar héðan
Addý og co
Hvaða mynd var síðan til sýnis í barnavagnabíó? Vonandi eitthvað foreldravænt :)
Það var mynd með Catherine Zeta-Jones, love on the menu, eða e-ð álíka.
Hef nú séð betri myndir ...
Skrifa ummæli