Nú er jólastemning á fullu í Gautaborg. Jólamarkaður í Liseberg og við Gunnebo slott.
Fórum í göngutúr til Gunnebo í gær og þar fullt, fullt af fólki á jólamarkaði. Við nenntum nú ekki að versla á jólamarkaðinum heldur fengum okkur glögg og piparkökur í góða veðrinu og fylgdumst með fólkinu. Mjög huggulegt. Auk þess hefur tengdó verið hjá okkur um helgina, tókum það rólega og borðuðum góðan mat.
Fór á skóla-reunion á laugardaginn.
Mjög áhugavert að hitta skólafélaga sem ég hef ekki hitt síðan ég var 13 ára.
Einn gaur mætti í hvítum gallabuxum, bleikri skyrtu og ljósbláum jakka!
Drukkum bjór og spjölluðum um gamla tíma!
Höfum haft pólverja hér í vinnu s.l. 2 helgar, þeir hafa tekið niður veggi og gólf.
Hægt að skoða myndir hér.
Einnig komnar nokkrar nýjar myndir í nóv. albúmið.
5 ummæli:
Hæ kæra fjölskylda
Greinilega nóg um að vera hjá ykkur.
Ekkert smá sæt myndin af ísak þar sem hann sefur við morgunverðarborðið! Honum er nær að vakna svona snemma :-)
Hlökkum mikið til að sjá ykkur vonandi í desember
kkv
Kolla og Davíð Helgi
Hæ hæ!
Glögg og sænskar piparkökur hljóma vel!! Minnir mig á okkur í jule-hyggelighed þarna um árið í Lundi (eða var það í Köben..?).
Hér er annars bara drukkin heit Egg-nog - sem er reyndar mjög góð líka.
Ég þarf að skella mér í IKEA í vikunni og ná mér í birgðir af sænskum jólakræsingum :)
Það var rosagaman að heyra í þér í vikunni, verðum að heyrast aftur fljótlega! Bestu kveðjur til Christian (sem tekur sig vel út í dulargervi pólska verkamannsins, haha).
Frábært að fá fréttir af ykkur. Myndin af Ísak sofandi við morgunverðarborðið er alveg fáránlega krúttleg!! Hlakka annars til að sjá þig á morgun Magga.
Alltaf gaman að heyra fréttir að ykkur
kv Dögg
Hejsan!
Nú fer að styttast í ykkur. Við erum nýkomin frá Danmark og Sverige... vorum reyndar bara einn sólarhring í Malmö og Lundi en erum hvellfersk í sænskunni ;)
Hlökkum til að sjá ykkur. Bara spurning hvaða dag við reynum að hittast, þar sem þið stoppið stutt.
kær kveðja
Addý og co
Skrifa ummæli