mánudagur, 26. nóvember 2007

Jólastemning


Nú er jólastemning á fullu í Gautaborg. Jólamarkaður í Liseberg og við Gunnebo slott.
Fórum í göngutúr til Gunnebo í gær og þar fullt, fullt af fólki á jólamarkaði. Við nenntum nú ekki að versla á jólamarkaðinum heldur fengum okkur glögg og piparkökur í góða veðrinu og fylgdumst með fólkinu. Mjög huggulegt. Auk þess hefur tengdó verið hjá okkur um helgina, tókum það rólega og borðuðum góðan mat.
Fór á skóla-reunion á laugardaginn.
Mjög áhugavert að hitta skólafélaga sem ég hef ekki hitt síðan ég var 13 ára.
Einn gaur mætti í hvítum gallabuxum, bleikri skyrtu og ljósbláum jakka!
Drukkum bjór og spjölluðum um gamla tíma!

Höfum haft pólverja hér í vinnu s.l. 2 helgar, þeir hafa tekið niður veggi og gólf.
Hægt að skoða myndir hér.

Einnig komnar nokkrar nýjar myndir í nóv. albúmið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ kæra fjölskylda
Greinilega nóg um að vera hjá ykkur.
Ekkert smá sæt myndin af ísak þar sem hann sefur við morgunverðarborðið! Honum er nær að vakna svona snemma :-)
Hlökkum mikið til að sjá ykkur vonandi í desember
kkv
Kolla og Davíð Helgi

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ!
Glögg og sænskar piparkökur hljóma vel!! Minnir mig á okkur í jule-hyggelighed þarna um árið í Lundi (eða var það í Köben..?).
Hér er annars bara drukkin heit Egg-nog - sem er reyndar mjög góð líka.
Ég þarf að skella mér í IKEA í vikunni og ná mér í birgðir af sænskum jólakræsingum :)

Það var rosagaman að heyra í þér í vikunni, verðum að heyrast aftur fljótlega! Bestu kveðjur til Christian (sem tekur sig vel út í dulargervi pólska verkamannsins, haha).

Hrefna sagði...

Frábært að fá fréttir af ykkur. Myndin af Ísak sofandi við morgunverðarborðið er alveg fáránlega krúttleg!! Hlakka annars til að sjá þig á morgun Magga.

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að heyra fréttir að ykkur

kv Dögg

Nafnlaus sagði...

Hejsan!
Nú fer að styttast í ykkur. Við erum nýkomin frá Danmark og Sverige... vorum reyndar bara einn sólarhring í Malmö og Lundi en erum hvellfersk í sænskunni ;)
Hlökkum til að sjá ykkur. Bara spurning hvaða dag við reynum að hittast, þar sem þið stoppið stutt.
kær kveðja
Addý og co