Af okkur er allt gott að frétta!
Ég fór til Glasgow fyrir rúmlega viku yfir helgi og hitti Ágústu, Hrefnu, Sólveigu og Malenu! Það var æðisleg ferð!
Ótrúlega gaman að hitta þær!
Verslaði aðeins en þó ekkert brjálæði. Er aðeins farin að venjast verðlaginu hér í Svíþjóð og sleppti næstum því alveg að eyða tímanum í H&M, Sólveig benti mér í staðinn á aðra búð (sem ég er búin að gleyma hvað heitir) þar sem mikil innkaup voru gerð.
Guðjón Ísak er algjört yndi. Stanslaust brosandi og sérstaklega þegar hann er að gera e-ð af sér. Fer í allar skúffur og skápa. Því miður er hann mjög hrifinn af öllum snúrum og innstungum.
Hann gengur nú meðfram og stendur sjálfur í nokkrar sekúndur. Segir bæði mamma, pabbi og datt. Mikið Ooohhh þegar hann gerir hluti sem hann ekki má.
Hann sýnir hvað hann er stór en finnst skemmtilegra að sýna hvað hann er sterkur.
Sefur nú eins og engill á næturna, sofnar um 20 - 20.30 og vaknar milli 7 og 8.
Ég veit ekki alveg hvað hann er að gera með dagsvefninn, svaf ekkert fyrir hádegi í gær en er nú sofnaður fyrir 10.
Ætli hann sé ekki að færa sig yfir úr 2 lúrum í 1.
Christian er nú á fullu að vinna á Volvo, er nú búinn með verkefnið á Folkspel og er því nú bara í 100% vinnu sem betur fer.
Húsið er áfram eins og vígvöllur en það fer að breytast. Rafvirki kemur í dag og svo höldum við áfram að leggja einangrun á gólfið og vonandi kemur steypubíll í næstu viku þegar við Guðjón Ísak erum á Íslandi.
Fórum í matarboð s.l. laugardag til nágrannanna, það var mjög gaman. Fengum frábæra barnapössun hjá 3 stúlkum á aldrinum 10-13 ára.
Við Ísak kíktum á föstudaginn niðri í bæ ásamt Brynju, hennar dætrum og au pair stelpunni. Verið var að sýna jólasögu á tónleikahúsinu og kveikja á allri jólalýsingunni.
Gautaborg leggur víst mikið upp á jólinn, miklu meira en þegar ég bjór hér sem krakki. S.l. 4 ár hefur Gautaborg kallað sig "julstaden" og mikið af ferðamönnum, bæði Svíar og útlendingar eru hérna og hótelinn öll full. Svo er auðvitað jólativoli.
Jæja verð að drífa mig á nágrannakaffi-hitting!
hitti vonandi sem flesta í næstu viku þegar við erum á Íslandi.
kv.
Magga
PS. Komnar nýjar myndir á netið!
3 ummæli:
Greinilega nóg að gera í jólabænum!
Hlökkum til að sjá ykkur mæðginin.
jólakveðja
Addý og Anna
p.s. sendi jólakortið bara til mömmu þinnar og pabba...g.r.f. að þú verðir einmitt þar ;)
Hæ Magga!
Var í Gautaborg um helgina síðustu, því miður full bókuð helgin og mikið um að vera. Varð þó hugsað til þín, hvort við hefðum getað hist á mánudaginn síðasta en gerði svo ekkert í því. Var í heimsókn hjá vinkonu minni sem flutti til Gautaborgar í haust og vinnur á sjúkrahúsinu í Mölndal hvar hún býr líka og ég var s.s. að átta mig á að þú býrð þar sömuleiðis. Ég á ábyggilega eftir að kíkja aftur til Gautaborgar fyrripart næsta árs og verð þá í sambandi við þig, væri gaman að hittast.
Óskum ykkur annars gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það notalegt yfir hátíðarnar...
Bestu kveður Imba & co.
p.s. Þú vilt kannski hitta ísl hjúkrunarfræðing í Mölndal?
Rosalega gaman að skoða desembermyndirnar af ykkur Guðjóni Ísak. Mér líst vel á kökuboxin þín, þú ert alltaf jafnmyndarleg!
Skrifa ummæli