Hæ, hæ!
Komnar myndir í nóvember-albúmi.
Ísak er farinn að skríða út um allt og er að verða algjör prakkari.
Maður tekur eftir því að hann er prófa sig fram og verða kræfari og kræfari.
Hann stendur nú upp sjálfur með því að styðja sig við borð eða sófa. Um daginn stóð hann við sjónvarpið og hélt í DVD-mynd með báðum höndunum í nokkrar sekúndur en svo þegar hann sá að hann hafði engan stuðning datt hann með dramatík niður á bossann.
Hann sefur nú flestar nætur og vaknar yfirleitt um kl. 6.30. Feðgarnir fara þá saman á fætur og leyfa mömmu að hvíla sig smá tíma í viðbót.
Friðurinn er þó ekki mikill þar sem Ísak vill óður skríða inn í sturtuklefann til pabba síns og maður heyrir Christian segja með hækkandi röddu: nei - Nei - NEI - NEI!
5 ummæli:
Híhí, sé hann alveg fyrir mér. Æðisleg mynd af honum í laufunum.
Rosalega skemmtilegar myndir. Ég hugsa alltaf þegar ég skoða myndirnar ykkar hvað þetta hlýtur að vera geggjaður staður að búa á og fyrir Guðjón Ísak að alast upp á. Alveg ótrúlega fallegt.
Hæ hæ! Já, það er sko ekkert slor útsýnið hjá ykkur! Alveg meiriháttar...
Var annars að spekúlera, ekki fékkstu húfuna þína hjá henni Beggu ritara á 13E???
Húfan mín fékk ég ekki hjá Beggu ritara heldur í búðinni á horninu við Skólavörðustíg og Bergstaðastræti - rétt hjá ykkur!
Já, þeirri góðu búð! :)
Málið er nefnilega að þessi húfa er alveg nákvæmlega eins og þær sem Begga ritari prjónar og selur grimmt á 13E, ég er búin að kaupa eina á mig og eina á Nínu...
Skrifa ummæli