Hæ, hæ!
Soldið langt síðan var skrifað á þessari síðu.
Það hefur lítið gerst síðan síðast. Christian er á fullu í vinnunni og er kominn með verkefni þar sem er tekið tillit til foreldraorlofs eftir áramót. Líklega verður mikið álag fyrir hann í vor en ætti að geta verið alveg heima í orlofinu.
Lítið hefur nú gerst í húsamálum eða í garðinum. Við Christian tókum reyndar fleiri klukkutíma s.l. sunnudag í að hreinsa laufin í garðinum - afleiðingar þess að hafa fullt af trjám í garðinum.
Við Ísak erum nú á leiðinni í annan mömmu-hitting í hverfinu. Alltaf huggulegt hjá okkur i hádeginu á þriðjudögum. Við ætlum nokkrar mömmur að fara saman í göngutúr á mmorgun og skoða leikskólana í kringum okkur. Væri gaman ef börnin væru á sama leikskóla, þá gætum við líka hjálpast að eftir þörfum.
Nýjar myndir koma fljótt inn á myndasíðuna.
2 ummæli:
Skemmtilegt að fá nýjar myndir og fréttir af ykkur. Er búin að skoða myndirnar og mér finnst það alltaf jafngaman. Guðjón Ísak er algjört krútt. Á einni myndinni þar sem hann situr með stútkönnu í eldhúsinu hjá farmor er hann alveg eins og mamma sín.
Halló elsku mæðgin, gaman að sjá hvað Ísak hefur þroskast mikið og okkur líst bara nokkuð vel á þennan hjálm sem gæti vel nýst á fleiri heimilum:) Kossar og knús héðan frá Spáni og hlökkum mikið til að hitta ykkur í desember.
Berglind og Benni
Skrifa ummæli