miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Fyrstu vaktirnar búnar!

Nú eru fyrstu næturvaktirnar búnar. Það var nóg að gera en tíminn leið fljótt og allt gékk vel og ég þurfti ekki að kalla inn bakvaktina. Fegin samt að fyrsta vaktin sé búin.
Þar sem ég vann næturvakt komumst við Ísak með í nágrannakaffi í gær. Það var mjög gaman að hitta krakkana og mömmurnar aftur. Ísak var nú hálfhræddur fyrstu mínúturnar og ríghélt í hárið mitt. Hann þarf greinilega að byrja hitta fleiri en foreldra sinna.
Ég sakna þess mjög oft að hafa ekki fjölskyldu og vini nálægt.
Margt sem maður tók sem sjálfsagðan hlut saknar maður nú.

Ísak er kominn með leikskólapláss en fær ekki að byrja fyrr en í apríl og innskólun tekur 2-3 vikur. Erum í soldinn vanda í mars og apríl með pössun en erum að athuga með dagmömmu.
Ekkert að kvarta yfir m.v. hvernig ástandið er heima.

Komnar nýjar myndir í janúar og nýtt febrúaralbúm.

3 ummæli:

Í Amsturdammi sagði...

Hæ. Gaman að fylgjast með þér á blogginu. Kveðja frá Amsterdam.

Ólöf Viktorsdóttir sagði...

Hæ hó

Það er greinilega jafnmikið snjóríki í Gautaborg og í Boston.

Bestu kv. Ólöf

Nafnlaus sagði...

Hae, mer finnst thu eigir ad blogga meira svo eg hafi eitthvad ad skoda a naeturvoktunum :)