sunnudagur, 18. maí 2008

Maí



Hæ hæ!
Maí mánuður er búinn að vera frábær! Laus við vaktir, var á vakt 1. maí en hef svo bara verið í dagvinnu.
Kolla, Aron og Davíð komu í heimsókn fyrstu helgina í maí og það var mjög gaman að fá þau.
Við kíktum svo eina helgi til Norrhult. Emma átti afmæli, varð 2ja ára. Frábært veður og frábær matur!
Núna um helgina hljóp Christian, Markus og Bebbe (vinur hans Christians) Göteborgsvarvet sem er 1/2 maraþon kringum flest af skemmtilegustu hverfum Gautaborgar.
Núna er Christian frekar þreyttur og Guðjón Ísak hleypur um og gefur pabba sinn engan frið. Hvíld og afslöppun er sko ekki í hans huga um þessar mundir!

Best að fara sinna móðurhlutverkinu og leyfa karlinum að hvíla þreytta vöðva og lúin bein!

Nýjar myndir komnar á netið!

Knús
Magga

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá...það er greinilega hægt að njóta lífsins í Gautaborg! Alltaf rosalega gaman að lesa bloggin og skoða myndirnar hjá ykkur :)
Það styttist í að við mætum í sænska fjörið, hlökkum til!!!
Steinunn og Urðarstígsliðið