mánudagur, 15. september 2008

September


Nú er haustið að koma!
Loftið orðið kaldara og sólin skín. Mér finnst haustið æði. Fullkominn árstími fyrir skemmtilega göngutúra í góðu veðri í hlýrri og mjúkri peysu. Svo þegar komið er heim fær maður sér súpu og böku og etv kanilsnúð.
Ég er núna að byrja vaktaviku 2 af 2. Fyrri vikan var frekar strembin með erfiðum næturvöktum, kvöldvöktum og helgarvöktum. Þessi vika nr 2 er frekar hugsuð sem hvíldarvika eftir viku nr 1. Ég vinn bara næturvakt annað kvöld, þriðjud.-miðvikud. og svo kvöldvakt á fimmtudaginn til kl. 01. Er í fríi hina dagana.
Ætla að reyna nýta tímann í að hvíla mig, æfa og sækja Ísak frá dagmömmunni um kl. 14 alla daga.
Í kvöld er svo Me&I fatapartý hjá nágranna og á miðvikudaginn hittast konurnar í hverfinu og fá sér í glas á bar efst í Hotel Gothia Towers. Nóg að gera í þessu hverfi!
Áður en vinnan hófst að nýju eftir sumarfrí fórum við til Norrhult í Krabbaveislu. Hægt að skoða myndir hér.
Svo eru komnar nokkrar myndir í september albúmið. Flestar nýjar myndir eru samt af húsafræmkvæmdunum fyrir þá sem hafa áhuga á því verkefni!

jæja verð að drífa mig og sækja gaurinn hjá dagmömmunni!
Bless í bili
Magga

Engin ummæli: