þriðjudagur, 21. október 2008


Vei vei!
Í vikunni verða vinnukarlarnir búnir og við getum vonandi flutt aftur inn í húsið.
Við erum nú búin að sofa úti í gestahúsi í rúmlega 2 vikur. Það er reyndar búið að vera mjög kósí. Við leggjumst upp í rúm kl. 20 og horfum á sjónvarpið og sofnum oftast kl. 21. Því miður skilur Ísak ekkert í því af hverju hann eigi að sofa á meðan við erum vakandi og svefnrútínurnar hans eru algjörlega "fucked up".
Birtan er allt önnur eftir að gamli útveggurinn var tekinn í burtu en rykið er þvílíkt út um allt!
Er nú í vaktaviku og ligg út í gestahúsi að horfa á daytime TV og var að enda á að panta ryksugu! Eins gott að ég sé ekki heima alla daga því þá væri ég búin að kaupa strauvél, æfingavideo, gufumoppu og stigavél ...
Læt fylgja mynd af stofunni og fyrir þá sem hafa áhuga eru fleiri myndir á myndasíðunni. Okkur líst bara vel á útkomuna enn sem komið er.

2 ummæli:

Agusta sagði...

Líst vel á turbo ryksuguna ;o) Vá ekkert smá flott útsýni úr nýju stofunni, þetta verður alveg geggjað hjá ykkur!
Ætla að skella mér í albúmið að skoða meira :)
xx
Ágústa

Nafnlaus sagði...

Þetta er spennandi. Vonandi á maður eftir að koma og taka þetta út í eigin persónu hjá ykkur ; )
Kærar kveðjur að heiman
Addý og có