miðvikudagur, 6. júní 2007

Sænsk þjóðhátið

Í dag er sænsk þjóðhátíð og því frídagur. Svíarnir hafa reyndar engan sérstakan lýðveldisdag eða byltingardag en vilja samt hafa þjóhátiðardag eins og hinir og 6. júni var fyrir valinu.
Systir hans Christians á afmæli í dag og því keyrðum við í um 3 klst. til þeirra í Smálöndum.
Þau búa í æðislega sætum bæ í "glerríkinu" en á þessu svæði eru fullt af glerjasmiðum eins og Orrefors, Kosta Boda o.fl. Hér er vatn og falleg hús, minnir mikið á sögurnar hennar Astrid Lindgren.
Í dag er búið að vera 25°C og sól og því tilvalið til að grilla og borða afmælistertu í garðinum.

Viðtalið í gær gékk vonum framar. Það var gengið strax frá ráðningu, byrja þann 1. janúar 2008 eins og ég óskaði eftir og verð því í orlofi út árið.

Tilfinningin er enn eins og við séum í fríi en ætli það breytist ekki eftir helgi þegar við fáum dótið okkar í húsið.
Við Ísak söknum þó strax ættingja og vini.
Er búin að leggja inn myndir frá síðasta mömmuklúbbi, það verður svo gaman að sjá breytinguna þegar við komum heim "í heimsókn".

Bkv
Magga

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með starfið, glæsilegt að vera búin að tryggja sér stöðu.
Maður verður grænn af öfund að lesa um 25 stiga hita og afmælisköku í garðinum. Lítur ekki út fyrir svo góða tíð hér á næstunni
kv
Kolla

Nafnlaus sagði...

Frábærar fréttir, til hamingju með stöðuna

Dögg

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stöðuna, við Benni söknum ykkar mikið (eins og sást vel á myndunum úr mömmuklúbbnum:)
Gaman að fá að fylgjast með ykkur hér á síðunni,
kærar kveðjur
Berglind og Benedikt