Nú erum við á Gotlandi. Ekki eitt ský á himni og 25°C hiti. Visby er mjög skemmtilegur miðalda (ekki miðaldra) bær og hér eru fínar strendur og spegilsléttur sjórinn.
Við erum búin að taka fullt af myndum en gleymdum því miður snúru heima en myndirnar verða vonandi komnar á netið eftir helgi.
Keyptum mikið af barnafötum í dag enda vorum við í vandræðum með föt á Guðjón Ísak, of lítil og of þykk.
Verðum í afslöppun hér á eynni fram á sunnudag er við tökum ferjuna aftur til meginlandsins og keyrum svo tilbaka til Gautaborgar á mánudaginn.
Nú er að njóta kvöldsólina og drekka kallt rósavín.
Bestu kveðjur í bili,
Magga
5 ummæli:
Det är inte mycket jag förstår, så jag får nöja mig med att titta på bilderna! :-) Men hoppas ni har det bra på Gotland, och välkomna till Sverige! :-) /Kusin-Josefin
Hæhæ
Þessi staður sem þið eruð á hljómar æði. Njótið lífsins.
Kv.
Arna
ohhh mig langar í svona veður á Íslandi. Ég skrapp til Köben um síðustu helgi og langaði ekkert að fara til baka
kveðja Dögg
HÆ!
Gaman að heyra hvað þið hafið það gott í fríinu! Hér í Boston er líka frábært veður. Bið að heilsa Lilleman vini mínum.
Knús til ykkar allra, Ólöf
sluurp ... kalt rósavín.
Hamingjuóskir með nýja starfið.
Hafið það sem allra best.
ak
Skrifa ummæli