þriðjudagur, 12. júní 2007

Nýjar myndir / Nya bilder

Hæ, hó!
Loksins erum við flutt inn! Gámurinn kom í gær og okkur tókst að flytja allt drasl inn í hús í 32°C hita. Það var svo ÆÐI að geta labbað í sundfötum með handklæði og kasta sig í vatnið sem var um 22°C. Enn betra að geta tekið sundsprett fyrir morgunmat.

Nú er allt í drasli, kassar út um allt og verkefnin hlaðast upp.
Við höfum þegar náð að fara 2 ferðir til IKEA sem er eiginlega tilgangslaust þar sem tíminn nægir ekki til að skrúfa dótið saman. M.a.s grillið er enn í kassa.
Nýjar myndir eru alla vega loksins komnar á netið. Eitt albúm frá Åsen og Norrhult er við erum hjá tengdó og hjá systur hans Christians, annað frá Gotlandsferðinni og svo loks myndir frá nýja heimilinu.
Guðjón Ísak tekur öllu með ró, samkjaftar og hlær þessa dagana. Skemmtilegasta leikfangið eru tærnar - enda furðulegt fyrirbæri!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hae hae
Flottar myndir, flott ad sjá ad thid séud ad koma ykkur fyrir... og mjög gaman ad sjá hvernig Johansson Jr. dafnar vel ;-)

Hér í Sviss er líka mjög heitt og rakt..

kaer kvedja

Kristján

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra að allt gengur svona vel. Þú hefur sem sé verið ánægð með valið hjá Christian.

Kveðja Dögg