laugardagur, 16. júní 2007

Mömmuklúbbar


Nú er hitinn ekki eins óbærilegur sem betur fer. Veðrið minnir bara á Ísland, skýjað og um 16°C, m.a.s. smá vindur.
Christian er að endurnýja kynnin sín við vini sína og bakkus. Nokkrir eru enn einhleypir og þeir sem muna eftir brúðkaupinu okkar vita að þetta eru hressir gaurar. Ég varaði Christian við því að hann væri ekki beint í formi, hann byrjaði alla vega á því að missa af lestinni, heim til Gautaborgar frá Halmstad, í morgun. Hann skemmti sér mjög vel sem er aðal málið.

Í hverfinu sem við búum í eru nokkur nýbyggð hús, við tilheyrum eldri hlutanum. Það er víst e-r rígur á milli þar sem nýbyggðu húsin (sem eru öll rosa flott) fengu ekki að rísa nýja bryggju og fengu heldur ekki bátapláss á bryggju eldri húsanna. Alla vega er fullt af barnavögnum í nýja hverfinu og maður sér 5-7 barnavagna ásamt mæðrum spássera fram hjá á hverjum morgni. Mjög professional, vatnsflöskur og dýrir barnavagnar og allur pakkinn.
Christian kom með þá hugmynd að ég myndi sitja fyrir þeim e-n daginn og reyna slást í hópinn.
Gæti líka hlaupið á eftir þeim og kallað "barnið mitt er líka í Katvig fötum", og reyna fela H&M fötin.

Skrifa meira seinna, ;-)
MKG

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel að komast í mömmuklúbbinn, þín er sárt saknað hér í klúbbnum. Þú getur líka notað það að þú ætlir að verða barnalæknir, hehe þá færðu örugglega ekki frið fyrir mömmunum
kv
Kolla

Hrefna sagði...

Þetta var voða myndræn lýsing hjá þér, sé alveg fyrir mér þessar professional mæður með flottu vagnana og vatnsflöskurnar arka áfram voða góðar með sig....og þið hlaupandi í einhverri örvæntingu á eftir að reyna að segja frá Katvig fötunum...he he.
Gangi þér vel að fanga athygli þeirra.

Nafnlaus sagði...

Hæ, bara að kasta á þig kveðju! Getur þú ekki sent eitthvað af þessum einhleypu mönnum yfir til Boston :)

Kv. Ólöf

Magga sagði...

Skal gert Ólöf mín en þá er eins gott að þessir einhleypu menn taki Bostonmær með sér yfir til Svíþjóðar

Agusta sagði...

Hæ Magga mín !
Yndislegar myndir af húsinu ykkar og ykkur öllum, sérstaklega Ísak litla :o)
Mikið hlakka ég til að koma í heimsókn til ykkar einhvern daginn.
xxx
Ágústa og Kristín Þuríður

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa vangavelturnar hjá þér Magga mín! Sammála Kollu hér að ofan að við söknum ykkar Ísaks í íslenska mömmuklúbbnum þínum...
Sit annars sveitt að jafna mig eftir ferð á ljósmyndastofu með systurnar... sú eldri þurfti dálítið mikla athygli í þetta skiptið og sú litla vildi ýmist sofa eða skæla á meðan á myndatökum stóð.... pissaði svo yfir tökustað þegar taka átti nokkrar berrassamyndir.... fjú þetta er meira en að segja það ; )
kram og knús
Addý