Hæ, hæ!
Vikan hefur verið mjög fín þrátt fyrir rigningu.
Marco og Anna Maria voru í heimsókn, - æði að fá vinafólk í heimsókn sem eldar frábæran ítalskan kvöldverð fyrir mann á hverju kvöldi!
Við fórum í verslunarferð í Haga, dagsferð til Marstrand o.fl. o.fl.
Guðjón Ísak er að fá tönn. Tönnin bæði sést og finnst í neðri góm. Hann er sem betur fer ekki mjög pirraður en vill bíta í allt og alla. Svefninn er enn ekki alveg kominn í lag. Sofnar um kl. 21 á kvöldin en vaknar alltaf kl. 02. Ef hann fær ekki að drekka þá ,en tekst samt að svæfa hann, vaknar hann aftur kl. 03 og aftur kl. 04.
Kl. 04 gefumst við upp og hann fær það sem hann vill. Þá sefur hann kannski í 2 tíma í viðbót og vaknar til að drekka milli 06 og 07.
Maja siss kom í gær. Mikil gleði að fá hana loksins í heimsókn.
Ég fékk afmælisgjöf í morgun.
Flutningabíll kom og maður hringdi dyrabjöllunni. Mig grunaði e-ð þegar Christian rauk til dyra í bol og nærbrókum og sagði að það væri til sín og ég ætti bara að sitja áfram fullklædd og borða morgunmatinn minn.
Tókst að sannfæra hann um að gefa mér gjöfina strax þar sem ómögulegt væri að fela hana úr þessu.
Í ljós kom æðisleg kaffivél sem ég hafði óskað mér..... ;-)
Maðurinn minn þekkir mig vel!!!
Komnar nýjar myndir á netið!
9 ummæli:
Rosalega er fallegt hjá ykkur og þið öll líka svo sæt. Æðisleg afmælisgjöf sem þú fékkst!!
Til hamingju með fyrstu tönnina Ísak, Benedikt er enn alveg tannlaus en er svipaður og þú með það að vilja frekar puttana en snuð, um leið og ég tek aðra hendina úr munninum er hin komin í staðinn:)
Mæli síðan eindregið með að byrja að gefa honum graut fyrir svefninn. Benni hefur sofið frá 9 til 7 síðan ég byrjaði á því:)....þvílíkur munur!!
kærar kveðjur,
Berglind
Elsku Magga mín!!
Til hamingju með afmælið. Velkomin á hinn víðfræga 30+ aldur. Húrra!!!
Ég veit að hátíðarhöldin í Stokkhólmi eru ekki síður handa þér en frk. Viktoríu krónprinsessu ;)
XXX Ólöf
Elsku Magga,
Innilegar hamingjuóskir með daginn.
Vona að þú njótir hans í botn.
Hafðu það alltaf sem allra best.
ak
Elsku besta Magga Stína,
Innilega til hamingju með afmælið. Hafðu það gott og láttu strákana þína dekra svolítið við þig...veit þeir gera það.
knús og kossar
Hrefna og co
Elsku Magga!
Innilega til hamingju með daginn! Ferfalt húrra fyrir þér!!! :)
Hafðu það rosalega gott í dag og njóttu þessa virðulega aldurs.
Kossar frá fjölskyldunni á Urðarstíg
Til hamingju með afmælið Magga mín, vona að aldurinn hitti þig vel. Ef ekki þá hugsarðu bara um allt sem þú ert búin að afreka fyrir þrítugt
kv
Kolla
Hæ elskan mín og til hamingju aftur með daginn í gær ! Mikið var gaman að heyra í þér þó stutt hafi verið :) Er búin að vera að skoða myndirnar ykkar og þetta er greinilega alveg yndislegt þarna hjá ykkur ! Get ekki beðið eftir að koma í heimsókn einhvern daginn !
Stórt knús og til hamingju með tönnina og kaffivélina.
Bið að heilsa Ken ;)
Kv
Ágústa og co.
Síðbúin afmæliskveðja til þín Magga mín!
Bara 30 ára og búin að afreka svona mikið núþegar...
kær kveðja
Addý
Skrifa ummæli