Sit nú í nýja sófanum
Um daginn ætluðum við að mála hvíta veggi með gráum undirtón á efri hæðina en af einhverjum ástæðum varð það baby-blátt.
Svo þegar við fengum sófana í morgun fengu þeir á sig bleikan blæ.
Erum nú að hugsa málið hvort við eigum að nenna skila sófunum og finna nýja eða mála stofuna aftur með öðrum hvítum lit.
Eða kannski byrja kalla hvort annað Barbie og Ken!
5 ummæli:
Hahaha... shit happens
engar áhyggjur, sófarnir eru flottir, ég myndi reyna ad mála veggina í ödrum lit, kannski málid ad fá prófessjónal skodun á thessu, kannski beige, annars mjög flott mynd af fedgunum ad raeda málin
Kaer kvedja frá versta svissneska sumar ever.
Kristján
Bara að kalla ykkur Barbie og ken.... hitt er allt of mikið vesen
kv Dögg
Ha ha ha, mér líst vel á að kalla hvort annað barbie og ken.
Þegar ég las fyrst hugsaði ég að þetta með baby-blue litinn væri nú örugglega eitthvað ýkt hjá ykkur og enginn nema þið sæjuð það....en þegar maður kíkir á myndina, sést það nú alveg.
Ef þetta lítur vel út ættuð þið að halda ykkur við þetta!
Ég fíla baby-bláan :)
Skrifa ummæli