Í dag var ljúfur dagur.
Byrjaði reyndar með stressi, hengja upp gardínur, taka til, búa um fyrir gesti, stórinnkaup, o.fl. o.fl.
En svo tók Christian, Ísak í Baby Björn-inum, og byrjaði að ryksuga. Á meðan fór ég í yoga - ein!!!
Það var alveg yndislegt, í fyrsta skipti sem ég hef gefið mér tíma til að gera e-ð ein frá því við fluttum.
Svo þegar ég kom heim var Ísak nýbaðaður, kominn í náttföt og búinn að borða fullan skammt af hrísgrjónagraut með mangó og banönum. Það eina sem ég þurfti að gera var að gefa smá brjóst og svo steinsofnaði litla krúttið.
Ein endurnærð
7 ummæli:
En frábær dagur, þetta get ég eftir nokkra mánuði.
Knús til þín elsku Magga
Hrefna
Úff...kannast vel við þessa tilfinningu. Alveg meiriháttar þegar maður fer að geta gert eitthvað bara fyrir sjálfan sig :)Svo verður þetta bara betra og betra!
mmm hljómar vel !
Til hamingju með daginn í dag :) Ef ég þekki Christian rétt þá veit ég að þú átt eitthvað rómó í vændum!
Njótið dagsins.
xx
Ágústa
Við gleymdum bæði brúðkaupsdeginum ...
Maja siss sem er hjá okkur sagði "tilhamingju með daginn" um hádegi í dag og við bæði vorum eins og spurningamerki í framan ...
hahahaha en ólíkt ykkur :) En auðvitað um nóg annað að hugsa þegar maður er með svona lítinn gullmola.
Ha ha, en fyndið. Alls ekki líkt ykkur að gleyma brúðkaupsdeginum og dáldið fyndið líka að Maja mundi eftir því. Til hamingju með daginn!
Hrefna
Hæ. Nú er um að gera að koma á fleiri svona dögum.
Skrifa ummæli