Gleðileg jól!
Takk fyrir síðast! Því miður var ferðin til Íslands í stysta lagi en við komum vonandi fljótt aftur.
Um jólin vorum við hjá systur hans Christians í Norrhult ásamt fullu húsi af ættingjum. Mjög gaman, góður matur og frábært fjör.
Gistum í Norrhult eina nótt og eina nótt hjá tengdó og enduðum í boði hjá ömmu hans Christians á annan í jólum.
Hægt að sjá myndir af jólunum hér.
Gleðilega hátíð og þökk fyrir allt gamalt og gott!
2007 hefur verið viðburðarríkt en fyrst og fremst frábært ár!
1 ummæli:
Heisan!
Takk fyrir síðast. Mikið var nú gaman að sjá þig og litla aktífa rollinginn!
Greinilegt að það hefur verið fjör um jólin með stórfjölskyldunni. Skemmtilegar myndir þaðan.
Heyrumst
Addý og co
p.s. Anna litla tók jólin með trukki og er farin að segja "mamma"... sem er vægast sagt "heartwarming" fyrir mömmuna ;)...segir reyndar lika eitthvað sem líkist Anna ( aaannaaannannanna )og bawa sem Gummi segir náttúrulega að sé "pabba" svo við bíðum bara spennt eftir framhaldinu.
Skrifa ummæli